Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 07:55 Bjarni Benediktsson átti nokkra fundi með forseta Íslands í fyrra og mætti sömuleiðis til veislu að Bessastöðum ásamt þingmönnum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent