Leita í kappi við tímann í rústum grunnskóla í Mexíkóborg 21. september 2017 08:44 Minnst 21 barn og fimm fullorðnir létu lífið þegar skólinn hrundi og fjölda annarra er saknað. vísir/epa Björgunarsveitarmenn í Mexíkó eru nú í kappi við tímann við leit í rústum grunnskóla í Mexíkóborg sem hrundi í jarðskjálftanum á þriðjudag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að þeir viti um að minnsta kosti um eitt barn sem enn sé á lífi í rústunum, 13 ára gamla stúlku sem er talin vera undir borði í skólanum. Minnst 21 barn og fimm fullorðnir létu lífið þegar skólinn hrundi og fjölda annarra er saknað. Skólinn er í suðurhluta borgarinnar og þar sem áhyggjufullir foreldrar biðu við rústirnar fundu björgunarsveitarmenn nemendur á lífi. „Þau eru á lífi! Á lífi!“ hrópaði einn þeirra og lýsti því að einhver hefði bankað í vegg nokkrum sinnum og annars staðar var ljósmerkjum svarað með lampa. Það er því enn von um að einhver finnist á lífi í rústum grunnskólans en alls hafa um 700 manns komið að björgunarstarfinu. Tugir bygginga í Mexíkóborg hrundu í skjálftanum sem átti upptök sín nærri Atencingo í Puebla, um 120 kílómetra frá borginni. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna skjálftans en minnst 237 eru látnir vegna hans. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar. Þannig fór rafmagn og símasamband af víða í borginni auk þess sem gasleiðslur gætu hafa skemmst í skjálftanum. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Á þriðja hundrað fórust í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó á þriðjudag. Tala látinna hækkaði í gær og fjölmargir leita þeirra sem er saknað. 21. september 2017 06:00 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn í Mexíkó eru nú í kappi við tímann við leit í rústum grunnskóla í Mexíkóborg sem hrundi í jarðskjálftanum á þriðjudag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að þeir viti um að minnsta kosti um eitt barn sem enn sé á lífi í rústunum, 13 ára gamla stúlku sem er talin vera undir borði í skólanum. Minnst 21 barn og fimm fullorðnir létu lífið þegar skólinn hrundi og fjölda annarra er saknað. Skólinn er í suðurhluta borgarinnar og þar sem áhyggjufullir foreldrar biðu við rústirnar fundu björgunarsveitarmenn nemendur á lífi. „Þau eru á lífi! Á lífi!“ hrópaði einn þeirra og lýsti því að einhver hefði bankað í vegg nokkrum sinnum og annars staðar var ljósmerkjum svarað með lampa. Það er því enn von um að einhver finnist á lífi í rústum grunnskólans en alls hafa um 700 manns komið að björgunarstarfinu. Tugir bygginga í Mexíkóborg hrundu í skjálftanum sem átti upptök sín nærri Atencingo í Puebla, um 120 kílómetra frá borginni. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna skjálftans en minnst 237 eru látnir vegna hans. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar. Þannig fór rafmagn og símasamband af víða í borginni auk þess sem gasleiðslur gætu hafa skemmst í skjálftanum. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar.
Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Á þriðja hundrað fórust í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó á þriðjudag. Tala látinna hækkaði í gær og fjölmargir leita þeirra sem er saknað. 21. september 2017 06:00 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30
Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Á þriðja hundrað fórust í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó á þriðjudag. Tala látinna hækkaði í gær og fjölmargir leita þeirra sem er saknað. 21. september 2017 06:00
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50