Englandsmeistarar Chelsea eru búnir að aflýsa skrúðgöngunni um Lundúnaborg á sunnudaginn þar sem liðið ætlaði að fagna titlinum með stuðningsmönnum sínum. Til stóð að leikmenn myndu keyra um stræti borgarinnar í opinni rútu eins og tíðkast hjá meistaraliðum.
Fram kemur í fréttatilkynningu á heimasíðu Chelsea að þetta sé gert vegna hryðjuverkaógnar í ljósi voðaverkanna í Manchester á mánudagskvöldið. Þá finnst félaginu einnig ekki við hæfi að gleðjast á svona miklum sorgartímum í Englandi.
Forráðamenn Chelsea segjast vissir um það að yfirvöld í London myndu gera allt til að tryggja öryggi allra en þeir vilja ekki nýta sér mannauðinn til að passa upp á sitt fólk fyrir svona viðburð þar sem allir geta mætt á götur borgarinnar og þurfa ekki miða til að taka þátt.
Aukin öryggisgæsla verður á úrslitaleik enska bikarsins á laugardaginn vegna atburðarins í Manchester á mánudaginn þar sem 22 létust í sjálfsmorðsárás.
Leikmenn Chelsea munu bera sorgarbönd í þeim leik og þá mun félagið leggja til fé í söfnun fyrir fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar í Manchester.
Chelsea hættir við fögnuðinn á sunnudaginn vegna hryðjuverkaárásarinnar

Tengdar fréttir

Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki
Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar.

Veljum ást
Það er ekkert sem getur fengið mann til þess að skilja alla þá mannvonsku og brjálsemi sem liggur að baki voðaverkinu í Manchester á mánudagskvöldið.

Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri
Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt.

Cantona sendir Manchester kveðju: „Hjarta mitt er með ykkur“ | Myndband
Eric Cantona finnur til með fórnarlömbum sprengjuárásarinnar, fjölskyldum þeirra og öllum borgarbúum.

Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út
Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag.