Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 10:32 Harry Bretaprins fann sig ekki innan bresku krúnunnar. Visir/Getty „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent