Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 10:32 Harry Bretaprins fann sig ekki innan bresku krúnunnar. Visir/Getty „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira