Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Benedikt Bóas skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Lögreglan hefur frá og með maí um 30 myndavélar til að aðstoða sig við skálmöldina sem geysar í miðbænum um helgar. Fréttablaðið/Stefán Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira