Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Benedikt Bóas skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Lögreglan hefur frá og með maí um 30 myndavélar til að aðstoða sig við skálmöldina sem geysar í miðbænum um helgar. Fréttablaðið/Stefán Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira