Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Benedikt Bóas skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Lögreglan hefur frá og með maí um 30 myndavélar til að aðstoða sig við skálmöldina sem geysar í miðbænum um helgar. Fréttablaðið/Stefán Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira