Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Benedikt Bóas skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Lögreglan hefur frá og með maí um 30 myndavélar til að aðstoða sig við skálmöldina sem geysar í miðbænum um helgar. Fréttablaðið/Stefán Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira