Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Benedikt Bóas skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Lögreglan hefur frá og með maí um 30 myndavélar til að aðstoða sig við skálmöldina sem geysar í miðbænum um helgar. Fréttablaðið/Stefán Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur á fimmtudag að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. Er stefnt að því að kerfið verði komið upp í maí. Kostar hver númeramyndavél um 500 þúsund krónur og munu þær geta borið saman bílnúmer og hvort það sé skráð í málaskrá lögreglunnar á örskotstíma. Er þetta gríðarlegt framfaraskref en eins og alþjóð man gat lögreglan ekki séð bílnúmer á Kia Rio bifreið sem lögreglan þurfti að finna í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur. Þurfti lögreglan að nota útilokunaraðferðina og skoðaði 126 slíka bíla. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar tólf öryggismyndavélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar. Síðan hafi verið keyptar átján öryggismyndavélar tveimur árum síðar. Er fyrirhugað að skipta út ellefu vélum frá 2014 fyrir nýrri vélar og kaupa fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur bíla. Alls er kostnaður áætlaður um fjórar milljónir. Reykjavíkurborg, Neyðarlínan og lögreglan í Reykjavík gerðu samkomulag um verkaskiptingu um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins árið 2012. Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélunum til lögreglunnar og sjá um viðhald og rekstur og lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt hefur hún nýtt sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað en sagði að stefnan væri að vélarnar væru komnar upp í byrjun maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira