Opinbera heilbrigðiskerfið og óhefðbundni heilsugeirinn ekki lengur aðskilin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 15:45 Sveinn Guðmundsson, mannfræðingur. Gunnar Sverrisson Sveinn Guðmundsson ver á morgun doktorsritgerð sína í mannfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Hugur og líkami eða huglíkami?“ - Læknar, hjúkrunarfræðingar og óhefðbundnar lækningar (Mind and Body or Mindbody - Doctors and Nurses Working with CAM). Við rannsókn sína ræddi Sveinn við sextán lækna og sextán hjúkrunarfræðinga auk þess sem hann gerði þátttökuathuganir á 25 viðburðum þar sem heilbrigðisstarfsmenn komu saman til þess að ræða óhefðbundnar lækningar. Á meðal viðmælenda Sveins voru læknar og hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum og heilsugæslum. Hann segir að vegna þessara rannsóknaraðferða sé ekki hægt að alhæfa út frá rannsókninni en niðurstöðurnar gefi þó til kynna að heilsukerfin tvö, ef svo má að orði komast, það er hið opinbera og hinn óhefðbundni geiri, séu ekki lengur aðskilin. „Þetta er byrjað að blandast en þó er þetta ekki komið alla leið. Þetta eru tvö mismunandi kerfi á sama tíma og þau eru samþætt að einhverju leyti. Það er ýmislegt að gerast undir yfirborðinu og það er allavega hópur af heilbrigðisstarfsmönnum sem hefur áhuga á að taka umræðuna lengra og takast á við þessa hluti,“ segir Sveinn í samtali við Vísi.Á meðal viðmælenda Sveins voru læknar og hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum og heilsugæslum. Vísir/PjeturDregin upp mynd af kukli eða kraftaverkameðferðum í fjölmiðlum Hann segir að kveikjan að rannsókninni hafi verið umfjöllun í fjölmiðlum sem honum hafi fundist draga upp einfalda mynd af óhefðbundnum lækningum hér á landi. „Umfjöllunin skiptist eiginlega í tvennt. Annað hvort var hún á þann veg að gefið var til kynna að óhefðbundnar lækningar væru kukl eða þá að um væri að ræða kraftaverkameðferðir þar sem heilbrigiðiskerfið var gagnrýnt fyrir að geta ekki leyst úr heilsuvanda fólks sem hafði því snúið sér að óhefðbundna geiranum. Mér fannst þetta áhugavert og mig langaði að kanna þetta nánar, kafa dýpra og sjá hvort að þetta væri raunverulega svona. Ég komst að því að þetta er miklu flóknara,“ segir Sveinn og bendir á að allir þeir heilbrigðisstarfsmenn sem hann tók viðtöl við hafi verið að nota óhefðbundnar lækningar eða svokallaðar viðbótarmeðferðir. „Margir hjúkrunarfræðingar töluðu um viðbótarmeðferð en það eru þá meðferðir sem hafa áður verið flokkaðar sem óhefðbundnar en er búið að sýna fram á með einhverjum hætti að geri gagn. Þá eru þeir að reyna að koma þeim inn í heilbrigðiskerfið og inn í vinnu sína sem hjúkrunarfræðingar.“Nálastungur eru á meðal meðferða sem læknar nota.vísir/gettyAllt undir sem ekki tilheyrir opinbera heilbrigðiskerfinu Bæði læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem Sveinn ræddi við eru að reyna að koma þeim með meðferðum sem þeim finnst gera gagn inn í starf sitt. Hann segir það hafa verið mismunandi hvernig hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir voru að nota meðferðir en það sem allir áttu sameiginlegt var að á bakvið meðferðirnar var heildræn sýn á heilsu. „Það er að það þurfi að horfa á fleiri þætti en þann líkamlega. Þetta var sterkt þema í rannsókninni að það þarf að skoða líkamann og hugann saman.“ En hvað eru eiginlega óhefðbundnar lækningar? Einhverjir hugsa um nálastungur, aðrir um dáleiðslu og enn aðrir um höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun. Sveinn segir þetta hluta af vandamálinu, það er að óhefðbundnar lækningar er regnhlífahugtak yfir afar margar og ólíkar meðferðir, en í rauninni er þarna undir allt sem tilheyrir ekki opinbera heilbrigðiskerfinu. Rannsókn Sveins leiddi í ljós að þær meðferðir sem hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir notuðu voru mjög mismunandi.Frá Landspítalanum. Læknar segja síður en hjúkrunarfræðingar frá því opinberlega ef þeir nota óhefðbundnar lækningar. Vísir/ErnirLæknar segja síður frá því opinberlega að þeir noti óhefðbundnar lækningar „Hjúkrunarfræðingarnir voru að nota alls konar meðferðir. Bowen-tækni, höfuðbeina-og skjaldhryggsjöfnun, dáleiðslu, einhverjir voru í hómópatíu og alls konar slökun. Læknarnir voru í nálastungum, dáleiðslu og höfðu líka mikinn áhuga á hugleiðslu. Þannig að þeir voru líka í margs konar meðferðum,“ segir Sveinn og bætir við að einhverjir viðmælendur hafi einblínt á eina tegund af meðferð á meðan aðrir hafi tekið margar inn. Sveinn segir að við rannsóknina hafi komið fram að hjúkrunarfræðingar væru meira að vinna opinberlega með óhefðbundnar meðferðir eða viðbótarmeðferðir heldur en læknar. Þannig væri til dæmis búið að stofna fagdeild innan Félags hjúkrunarfræðinga um viðbótarmeðferðir og hjúkrunarfræðingar skrifi um ýmsar meðferðir í fagtímarit og fjölmiðla. Þá geri þeir rannsóknir á úrræðum til að styrkja stöðu þeirra sem viðbótarmeðferðir innan opinbera heilbrigðiskerfisins. „Það kom síðan bæði fram í viðtölum mínum við hjúkrunarfræðinga og í fræðunum sjálfum að hjúkrun er í grunninn heildrænt fag þannig að óhefðbundnar lækningar ríma við part af hugmyndafræðinni á bakvið hjúkrun.“ Læknar á hinn bóginn eru varfærnari og stíga skrefið ekki eins langt að sögn Sveins. Þeir séu meðvitaðir um rammann sem þeir vinna innan, meðvitaðir um orðstír sinn og hvaða áhrif það hefur að fara út fyrir rammann. „Þeir fara ekki eins langt með þetta og segja síður frá því opinberlega,“ segir Sveinn. Engin opinber stefna er til um óhefðbundnar lækningar hér á landi. Hjúkrunarfræðingarnir sem Sveinn ræddi við kvörtuðu undan því að það vantaði skýra stefnu um hvað má og hvað má ekki. Þeir hafa kallað eftir opinberri stefnu í þessum málum.Doktorsvörn Sveins fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgunklukkan 14. Hún fer fram á ensku og er öllum opin. Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sveinn Guðmundsson ver á morgun doktorsritgerð sína í mannfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Hugur og líkami eða huglíkami?“ - Læknar, hjúkrunarfræðingar og óhefðbundnar lækningar (Mind and Body or Mindbody - Doctors and Nurses Working with CAM). Við rannsókn sína ræddi Sveinn við sextán lækna og sextán hjúkrunarfræðinga auk þess sem hann gerði þátttökuathuganir á 25 viðburðum þar sem heilbrigðisstarfsmenn komu saman til þess að ræða óhefðbundnar lækningar. Á meðal viðmælenda Sveins voru læknar og hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum og heilsugæslum. Hann segir að vegna þessara rannsóknaraðferða sé ekki hægt að alhæfa út frá rannsókninni en niðurstöðurnar gefi þó til kynna að heilsukerfin tvö, ef svo má að orði komast, það er hið opinbera og hinn óhefðbundni geiri, séu ekki lengur aðskilin. „Þetta er byrjað að blandast en þó er þetta ekki komið alla leið. Þetta eru tvö mismunandi kerfi á sama tíma og þau eru samþætt að einhverju leyti. Það er ýmislegt að gerast undir yfirborðinu og það er allavega hópur af heilbrigðisstarfsmönnum sem hefur áhuga á að taka umræðuna lengra og takast á við þessa hluti,“ segir Sveinn í samtali við Vísi.Á meðal viðmælenda Sveins voru læknar og hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum og heilsugæslum. Vísir/PjeturDregin upp mynd af kukli eða kraftaverkameðferðum í fjölmiðlum Hann segir að kveikjan að rannsókninni hafi verið umfjöllun í fjölmiðlum sem honum hafi fundist draga upp einfalda mynd af óhefðbundnum lækningum hér á landi. „Umfjöllunin skiptist eiginlega í tvennt. Annað hvort var hún á þann veg að gefið var til kynna að óhefðbundnar lækningar væru kukl eða þá að um væri að ræða kraftaverkameðferðir þar sem heilbrigiðiskerfið var gagnrýnt fyrir að geta ekki leyst úr heilsuvanda fólks sem hafði því snúið sér að óhefðbundna geiranum. Mér fannst þetta áhugavert og mig langaði að kanna þetta nánar, kafa dýpra og sjá hvort að þetta væri raunverulega svona. Ég komst að því að þetta er miklu flóknara,“ segir Sveinn og bendir á að allir þeir heilbrigðisstarfsmenn sem hann tók viðtöl við hafi verið að nota óhefðbundnar lækningar eða svokallaðar viðbótarmeðferðir. „Margir hjúkrunarfræðingar töluðu um viðbótarmeðferð en það eru þá meðferðir sem hafa áður verið flokkaðar sem óhefðbundnar en er búið að sýna fram á með einhverjum hætti að geri gagn. Þá eru þeir að reyna að koma þeim inn í heilbrigðiskerfið og inn í vinnu sína sem hjúkrunarfræðingar.“Nálastungur eru á meðal meðferða sem læknar nota.vísir/gettyAllt undir sem ekki tilheyrir opinbera heilbrigðiskerfinu Bæði læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem Sveinn ræddi við eru að reyna að koma þeim með meðferðum sem þeim finnst gera gagn inn í starf sitt. Hann segir það hafa verið mismunandi hvernig hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir voru að nota meðferðir en það sem allir áttu sameiginlegt var að á bakvið meðferðirnar var heildræn sýn á heilsu. „Það er að það þurfi að horfa á fleiri þætti en þann líkamlega. Þetta var sterkt þema í rannsókninni að það þarf að skoða líkamann og hugann saman.“ En hvað eru eiginlega óhefðbundnar lækningar? Einhverjir hugsa um nálastungur, aðrir um dáleiðslu og enn aðrir um höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun. Sveinn segir þetta hluta af vandamálinu, það er að óhefðbundnar lækningar er regnhlífahugtak yfir afar margar og ólíkar meðferðir, en í rauninni er þarna undir allt sem tilheyrir ekki opinbera heilbrigðiskerfinu. Rannsókn Sveins leiddi í ljós að þær meðferðir sem hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir notuðu voru mjög mismunandi.Frá Landspítalanum. Læknar segja síður en hjúkrunarfræðingar frá því opinberlega ef þeir nota óhefðbundnar lækningar. Vísir/ErnirLæknar segja síður frá því opinberlega að þeir noti óhefðbundnar lækningar „Hjúkrunarfræðingarnir voru að nota alls konar meðferðir. Bowen-tækni, höfuðbeina-og skjaldhryggsjöfnun, dáleiðslu, einhverjir voru í hómópatíu og alls konar slökun. Læknarnir voru í nálastungum, dáleiðslu og höfðu líka mikinn áhuga á hugleiðslu. Þannig að þeir voru líka í margs konar meðferðum,“ segir Sveinn og bætir við að einhverjir viðmælendur hafi einblínt á eina tegund af meðferð á meðan aðrir hafi tekið margar inn. Sveinn segir að við rannsóknina hafi komið fram að hjúkrunarfræðingar væru meira að vinna opinberlega með óhefðbundnar meðferðir eða viðbótarmeðferðir heldur en læknar. Þannig væri til dæmis búið að stofna fagdeild innan Félags hjúkrunarfræðinga um viðbótarmeðferðir og hjúkrunarfræðingar skrifi um ýmsar meðferðir í fagtímarit og fjölmiðla. Þá geri þeir rannsóknir á úrræðum til að styrkja stöðu þeirra sem viðbótarmeðferðir innan opinbera heilbrigðiskerfisins. „Það kom síðan bæði fram í viðtölum mínum við hjúkrunarfræðinga og í fræðunum sjálfum að hjúkrun er í grunninn heildrænt fag þannig að óhefðbundnar lækningar ríma við part af hugmyndafræðinni á bakvið hjúkrun.“ Læknar á hinn bóginn eru varfærnari og stíga skrefið ekki eins langt að sögn Sveins. Þeir séu meðvitaðir um rammann sem þeir vinna innan, meðvitaðir um orðstír sinn og hvaða áhrif það hefur að fara út fyrir rammann. „Þeir fara ekki eins langt með þetta og segja síður frá því opinberlega,“ segir Sveinn. Engin opinber stefna er til um óhefðbundnar lækningar hér á landi. Hjúkrunarfræðingarnir sem Sveinn ræddi við kvörtuðu undan því að það vantaði skýra stefnu um hvað má og hvað má ekki. Þeir hafa kallað eftir opinberri stefnu í þessum málum.Doktorsvörn Sveins fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgunklukkan 14. Hún fer fram á ensku og er öllum opin.
Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira