Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 22:32 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila