Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 12:12 Trump og Sessions þegar allt lék í lyndi. Vísir/AFP Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31