Svona lítur fallbaráttan í Pepsi-deildinni út: Ólsarar ískaldir en Eyjamenn á siglinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 23:30 FH getur haft mikil áhrif á fallbaráttuna en fyrrverandi meistararnir eiga eftir að mæta Fjölni, Ólsurum og Blikum. Vísir/Eyþór Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira