Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 22:15 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, en hann greiddi atkvæði með jafnlaunavottun jafnréttismálaráðherra í kvöld. vísir/eyþór Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum. Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum.
Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15