Höfðu varað við flóðum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 14:15 Skemmdirnar í Moco eru gífurlegar. Vísir/Getty Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Minnst 290 eru látnir eftir mannskæða aurskriðu í suðurhluta Kólumbíu á laugardaginn. Gífurlegt magn vatns, grjóts, braks, timburs og aurs fór yfir stóran hluta Mocoa og um 330 eru slasaðir og fjölda manna er enn saknað. Stór hluti hinna látnu eru börn. Sérfræðingar, ríkisstofnanir og náttúruverndarsamtök höfðu varað við mögulegum flóðum um árabil. Íbúar voru jafnvel meðvitaðir um viðvaranirnar en hunsuðu þær. Þrátt fyrir allar viðvaranir hélt Macoa áfram að stækka inn á svæðið sem þótti hvað hættulegast. Ástandið hafði versnað á undanförnum árum vegna mikils skógarhöggs. Þegar rigning sem samsvarar meðalrigningu eins mánaðar féll af himnum ofan á föstudagskvöldið og laugardagsmorgun féll aurskriðan á bæinn.AP fréttaveitan hefur rætt við íbúa og þar á meðal var hin 68 ára gamla Deya Maria Toro. Hún vaknaði snemma um laugardagsmorguninn og áttaði sig á aðstæðunum. Hún flúði af svæðinu, en margir aðrir voru ekki svo heppnir.Þrjár af sex nærliggjandi ám Mocoa flæddu yfir bakka sína og úr urðu einhverjar verstu náttúruhamfarir undanfarinnar ára í Kólumbíu. Meðal heimilda sem fjölmiðlar ytra hafa bent á er skýrsla frá Landbúnaðarráðuneyti landsins sem skrifuð var árið 1989. Þar var varað við mögulegu flóði eins og lenti á Macoa um helgina. Þar að auki varaði þróunarfyrirtæki einnig við flóðum eftir að orkuver var byggt í bænum árið 1995. Aurskriðan eyðilagði orkuverið. Carlos Garces, sem flutti til Mocoa ásamt eiginkonu sinni og syni fyrir rúmum áratug, sagði hamfarirnar vera stjórnvöldum að kenna fyrir að hafa leyft þeim að byggja hús á svæðinu. „Það vissu allir að það kæmi flóð, en enginn gerði neitt.“ Áætlað er að um helmingur íbúa Mocoa, þar sem um 40 þúsund manns búa, hafi flutt til bæjarins eftir að hafa flúið átök annarsstaðar í landinu. Gífurleg uppbygging húsa hefur átt sér stað þar á síðustu tíu árum. Ríkissaksóknari Kólumbíu tilkynnti í gær að rannsókn væri hafin og yfirheyra ætti bæjarstjóra Mocoa og aðra embættismenn.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira