Eldræða Carraghers: Özil og Sánchez spila eins og þeir vilji komast í burtu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2017 11:30 Carragher hakkaði Arsenal-liðið í sig í Monday Night Football í gærkvöldi. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, fór engum silkihönskum um Arsenal eftir 3-0 tap liðsins fyrir Crystal Palace í gær. Carragher sagði að væri eins og leikmennirnir vildu losna við Arsene Wenger, sagði að þeir væru huglausir og fór afar hörðum orðum um Mesut Özil og Alexis Sánchez. „Það er eins og leikmenn Arsenal hafi kastað hvíta handklæðinu inn. Þeir hafa núna fengið á sig þrjú mörk í fjórum útileikjum í röð. Það er alltaf talað um Arsene Wenger og ég held að meirihluti stuðningsmanna Arsenal vilji sjá breytingar. Og það virðist vera að leikmennirnir vilji breytingar,“ sagði Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. „Ég hef alltaf verið hrifinn af því hvernig hann ber sig og hvernig hann talar fyrir og eftir leiki. En ég er á því, og hef verið í nokkurn tíma, að það sé kominn tími á breytingar.“ Carragher segir að sigurhugsunin sé ekki til staðar hjá Arsenal og félagið virðist sætta sig við að vera í fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta samþykki á að vera bara í topp fjórum gegnsýrir allt félagið. Þegar hann [Wenger] kom inn á sínum tíma vann liðið titla og barðist við Manchester United. Það þótti martröð ef liðið endaði í 2. sæti. Núna sætta þeir sig við að vera í 4. sæti,“ sagði Carragher. „Gleymdu topp fjórum. Þetta snýst ekkert um það. Reyndu að vinna titla, ekki enda í 4. sæti. Þetta hefur haft áhrif á allt félagið.“ Mikil umræða hefur verið um framtíð Özils og Sánchez hjá Arsenal að undanförnu. Carragher lét þá heyra það og sagði að það væri ekki eins og þeir væru að spila fyrir nýja samninga. „Þeir hafa verið neyðarlega slakir síðan umræðan um samningana byrjaði. Við gagnrýnum Özil alltaf en Sánchez hefur verið ömurlegur að undanförnu. Það er ekki eins og þeir séu að spila fyrir nýja samninga. Það lítur út fyrir að þeir séu að spila til að komast í burtu,“ sagði Carragher. „Þeir voru keyptir til að hjálpa Arsenal að vinna titla en þeir hafa ekki verið nálægt því nógu góðir.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Palace flengja Arsenal og og allt það helsta sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um helgina | Myndbönd Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 11. apríl 2017 10:00 Chris Sutton um Arsen(e)al: Ekki lengur hinir ósigrandi heldur hinir ósýnilegu Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og núverandi knattspyrnuspekingur á BBC, segir að Arsene Wenger verði að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins. 11. apríl 2017 09:30 Blað í Síle segir líklegast að Alexis Sánchez fari til Manchester City Samkvæmt fréttum frá heimalandi hans Síle þá lítur út fyrir að Manchester City sé líklegast liðið til að ná í Alexis Sánchez í sumar. 11. apríl 2017 10:30 Strákarnir hans Stóra Sam skutu Skytturnar í kaf Lærisveinar Sam Allardyce í Crystal Palace pökkuðu Arsenal saman í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. apríl 2017 20:45 Wenger: Þetta er áhyggjuefni Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins. 10. apríl 2017 21:36 "Wenger ætti að hjálpa til við velja eftirmann sinn“ Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. 10. apríl 2017 17:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, fór engum silkihönskum um Arsenal eftir 3-0 tap liðsins fyrir Crystal Palace í gær. Carragher sagði að væri eins og leikmennirnir vildu losna við Arsene Wenger, sagði að þeir væru huglausir og fór afar hörðum orðum um Mesut Özil og Alexis Sánchez. „Það er eins og leikmenn Arsenal hafi kastað hvíta handklæðinu inn. Þeir hafa núna fengið á sig þrjú mörk í fjórum útileikjum í röð. Það er alltaf talað um Arsene Wenger og ég held að meirihluti stuðningsmanna Arsenal vilji sjá breytingar. Og það virðist vera að leikmennirnir vilji breytingar,“ sagði Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. „Ég hef alltaf verið hrifinn af því hvernig hann ber sig og hvernig hann talar fyrir og eftir leiki. En ég er á því, og hef verið í nokkurn tíma, að það sé kominn tími á breytingar.“ Carragher segir að sigurhugsunin sé ekki til staðar hjá Arsenal og félagið virðist sætta sig við að vera í fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta samþykki á að vera bara í topp fjórum gegnsýrir allt félagið. Þegar hann [Wenger] kom inn á sínum tíma vann liðið titla og barðist við Manchester United. Það þótti martröð ef liðið endaði í 2. sæti. Núna sætta þeir sig við að vera í 4. sæti,“ sagði Carragher. „Gleymdu topp fjórum. Þetta snýst ekkert um það. Reyndu að vinna titla, ekki enda í 4. sæti. Þetta hefur haft áhrif á allt félagið.“ Mikil umræða hefur verið um framtíð Özils og Sánchez hjá Arsenal að undanförnu. Carragher lét þá heyra það og sagði að það væri ekki eins og þeir væru að spila fyrir nýja samninga. „Þeir hafa verið neyðarlega slakir síðan umræðan um samningana byrjaði. Við gagnrýnum Özil alltaf en Sánchez hefur verið ömurlegur að undanförnu. Það er ekki eins og þeir séu að spila fyrir nýja samninga. Það lítur út fyrir að þeir séu að spila til að komast í burtu,“ sagði Carragher. „Þeir voru keyptir til að hjálpa Arsenal að vinna titla en þeir hafa ekki verið nálægt því nógu góðir.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu Palace flengja Arsenal og og allt það helsta sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um helgina | Myndbönd Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 11. apríl 2017 10:00 Chris Sutton um Arsen(e)al: Ekki lengur hinir ósigrandi heldur hinir ósýnilegu Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og núverandi knattspyrnuspekingur á BBC, segir að Arsene Wenger verði að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins. 11. apríl 2017 09:30 Blað í Síle segir líklegast að Alexis Sánchez fari til Manchester City Samkvæmt fréttum frá heimalandi hans Síle þá lítur út fyrir að Manchester City sé líklegast liðið til að ná í Alexis Sánchez í sumar. 11. apríl 2017 10:30 Strákarnir hans Stóra Sam skutu Skytturnar í kaf Lærisveinar Sam Allardyce í Crystal Palace pökkuðu Arsenal saman í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. apríl 2017 20:45 Wenger: Þetta er áhyggjuefni Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins. 10. apríl 2017 21:36 "Wenger ætti að hjálpa til við velja eftirmann sinn“ Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. 10. apríl 2017 17:15 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Sjáðu Palace flengja Arsenal og og allt það helsta sem gerðist í ensku úrvalsdeildinni um helgina | Myndbönd Vísir býður lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 11. apríl 2017 10:00
Chris Sutton um Arsen(e)al: Ekki lengur hinir ósigrandi heldur hinir ósýnilegu Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og núverandi knattspyrnuspekingur á BBC, segir að Arsene Wenger verði að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins. 11. apríl 2017 09:30
Blað í Síle segir líklegast að Alexis Sánchez fari til Manchester City Samkvæmt fréttum frá heimalandi hans Síle þá lítur út fyrir að Manchester City sé líklegast liðið til að ná í Alexis Sánchez í sumar. 11. apríl 2017 10:30
Strákarnir hans Stóra Sam skutu Skytturnar í kaf Lærisveinar Sam Allardyce í Crystal Palace pökkuðu Arsenal saman í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. apríl 2017 20:45
Wenger: Þetta er áhyggjuefni Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins. 10. apríl 2017 21:36
"Wenger ætti að hjálpa til við velja eftirmann sinn“ Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. 10. apríl 2017 17:15