Southampton og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á St. Mary's leikvanginum í ensku úrvalsdeildinini í dag.
Leikurinn var vart hafinn þegar að enski sóknarmaðurinn Charlie Austin kom heimamönnum í Southampton yfir með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Dusan Tadic. Vörn Arsenal sofandi og kom Petr Cech engum vörnum við.
Southampton var betri aðilinn í fyrri hálfleik og gekk Arsenal illa að skapa sér opin færi. Staðan 1-0 í hálfleik, Southampton í vil.
Það sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og stefndi allt í óvæntan heimasigur Southampton.
Franski landsliðsmaðurinn Oliver Giroud var hins vegar á öðru máli. Bjargaði hann stigi fyrir Arsenal með laglegum skalla á 88. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður á 72. mínútu.
Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og gengu heimamenn í Southampton niðurlútir af velli.
