Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 12:57 Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017 Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11