Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 20:11 Donald Trump ásamt varaforsetanum Mike Pence (t.v.) og forstjóra Umhverfisstofnunarinnar Scott Pruitt (t.h.) áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hætta að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilskipun sem Donald Trump forseti skrifaði undir í dag. Við undirritunina sagðist Trump vera að binda enda á „stríð gegn kolum“ og reglugerðir sem drepi störf. Með forsetatilskipun sinni um „orkusjálfstæði“ hyggst Trump afnema loftslagsaðgerðir forvera síns í embætti, Baracks Obama. Hryggjarstykki þeirra er Áætlunin um hreina orku (e. Clean Power Plan) sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni frá orkuverum og draga úr brennslu á kolum. Umhverfisstofnuninni verður nú falið að draga áætlunina til baka og endurskrifa hana. Tilskipunin afnemur einnig tímabundið bann sem Obama lagði við nýrri kolavinnslu á alríkislandi úr gildi og gefur kola- og olíufyrirtækjum meira svigrúm til að losa metan út í andrúmsloftið.Ólíklegt til að endurvekja störf í kolaiðnaðiTrump segir að tilskipunin muni endurvekja þúsundir kolanámustarfa sem hafa glatast undanfarin ár og áratugi, ekki síst í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kjósendur fleyttu honum í embætti forseta. Sérfræðingar telja það hins vegar ólíklegt þar sem að kolavinnsla hafi fyrst og fremst átt undir högg að sækja vegna markaðsafla, ekki vegna of strangra reglna um koltvísýringslosun. Kol séu einfaldlega orðin minna samkeppnishæf við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Vélvæðing hefur einnig fækkað störfum við kolavinnslu samkvæmt frétt New York Times. Þá er bent á að Bandaríkin flytji ekki inn kol. Orkuver í Bandaríkjunum séu fyrst og fremst knúin með innlendum kolum og gasi. Því hafi tilskipunin ekkert að gera með orkusjálfstæði landsins. Þrátt fyrir tilskupina er talið að það muni taka fleiri mánuði og jafnvel ár fyrir Trump að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama samkvæmt frétt BBC. Áætlun hans um hreina orku er þannig fyrir dómstólum og þarf Hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja að Umhverfisstofnunin breyti henni á meðan. Jafnvel þegar sú heimild liggur fyrir tekur við vinna hjá Umhverfisstofnuninni að skrifa og réttlæta nýjar reglur til að koma í staðinn. Búist er við því að umhverfisverndarsinnar muni draga það ferli á langinn við hvert tækifæri, meðal annars fyrir dómstólum. Þó að tilskipunin fjalli ekki um aðild Bandaríkjanna að Parísarsamkomulaginu og talið ólíklegt að þau muni standast markmiðin sem þau settu sér undir stjórn Obama um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01