Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 23:45 "Við viljum ekki hefta aðgengi að fossinum. Þessari náttúruperlu. Hún hefur staðið öllum opin. Því sáum við þetta ekki alveg samrýmast.“ Vísir/Vilhelm Umsókn bresku indie-hljómsveitarinnar The xx um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðarinnar Night + Day sem halda á um miðjan júlí hefur verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleikana á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. Egill Sigurðsson, formaður héraðsnefndar Rangárvallasýslu, segir að á fundi nefndarinnar á mánudaginn hafi umsókninni verið hafnað í þáverandi mynd. Síðan þá hafa hins vegar borist ný gögn frá aðstandendum hátíðarinnar sem taka eigi til skoðunar. Málið er því enn í ferli. „Alla daga yfir sumartímann er fjöldi fólks á ferðinni til og frá Skógafossi,“ segir Egill. „Við viljum ekki hefta aðgengi að fossinum. Þessari náttúruperlu. Hún hefur staðið öllum opin. Því sáum við þetta ekki alveg samrýmast.“ Friðrik Ólafsson, tónleikahaldari, sagði í samtali við Vísi í dag að hátíðin yrði haldin á einkalóð nærri fossinum. Þá sagði hann að hluti af ágóða hátíðarinnar færi í sjóð til að betrumbæta svæðið og byggja upp aðstöðuna við Skógafoss á næstu árum. Á vefsíðunni thexxnightandday.com segir að The xx sjái um listræna stjórnun hátíðarinnar sem er ætlað að hylla uppáhalds staði hljómsveitarinnar um allan heim. Þar koma saman erlendir sem og íslenskir listamenn. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru The xx, Högni, Earl Sweatshirt, Mr Silla og sænska söngkonan Robyn. Tengdar fréttir The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Umsókn bresku indie-hljómsveitarinnar The xx um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðarinnar Night + Day sem halda á um miðjan júlí hefur verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleikana á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. Egill Sigurðsson, formaður héraðsnefndar Rangárvallasýslu, segir að á fundi nefndarinnar á mánudaginn hafi umsókninni verið hafnað í þáverandi mynd. Síðan þá hafa hins vegar borist ný gögn frá aðstandendum hátíðarinnar sem taka eigi til skoðunar. Málið er því enn í ferli. „Alla daga yfir sumartímann er fjöldi fólks á ferðinni til og frá Skógafossi,“ segir Egill. „Við viljum ekki hefta aðgengi að fossinum. Þessari náttúruperlu. Hún hefur staðið öllum opin. Því sáum við þetta ekki alveg samrýmast.“ Friðrik Ólafsson, tónleikahaldari, sagði í samtali við Vísi í dag að hátíðin yrði haldin á einkalóð nærri fossinum. Þá sagði hann að hluti af ágóða hátíðarinnar færi í sjóð til að betrumbæta svæðið og byggja upp aðstöðuna við Skógafoss á næstu árum. Á vefsíðunni thexxnightandday.com segir að The xx sjái um listræna stjórnun hátíðarinnar sem er ætlað að hylla uppáhalds staði hljómsveitarinnar um allan heim. Þar koma saman erlendir sem og íslenskir listamenn. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru The xx, Högni, Earl Sweatshirt, Mr Silla og sænska söngkonan Robyn.
Tengdar fréttir The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05