Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna.
Um tuttugu mínútna myndband af Skógafossi var að ræða. Yfirskriftin yfir myndbandinu var: „July 14-16 Skógafoss.“
Ekkert má finna um væntanlega Íslandsför The xx á heimasíðu sveitarinnar. Þó eru engir tónleikar skráðir hjá sveitinni á milli 14. og 16. júlí.
Sveitin spilar í Róm á Ítalíu þann 10. júlí en svo eru ekki skráðir aðrir tónleikar fyrr en 21. júlí í Ástralíu. Eru tónleikarnir í sumar liður í tónleikaferðalagi The xx, I see you tour, sem er farið til að fagna nýrri plötu hljómsveitarinnar sem heitir I see you.
Áður hefur sveitin gefið út tvær plötur. xx árið 2009 og Coexist árið 2012.
The xx á Íslandi í júlí
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr
Tíska og hönnun









Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð
Lífið samstarf