Hægt að greiða með snjallsíma við búðarkassann Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. september 2017 20:00 Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni. Til þess að nota þjónustuna hleður notandinn greiðslukortum sínum inn í sérstakt forrit þar sem það vistast með öllum tilheyrandi upplýsingum. Þegar kemur að því að greiða þarf svo einfaldlega að skanna QR kóða við afgreiðsluborðið og samþykkja greiðslu. Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur nú innleitt slíka þjónustu í smáforrit, sem er þó opið öllum farsímanotendum, og eru fjölmargir söluaðilar á landinu þegar farnir að taka við snjallsímagreiðslum. Forstjóri Símans segir senn koma að því að enginn þurfi að ganga um með greiðslukort. „Fólk tekur mjög hratt eftir því ef það týnir símanum sínum en það er hins vegar miklu lengur að finna það út ef það týnir korti. Þannig að þeir sem byrja að nota þetta verða mjög ginnkeyptir fyrir því að gera það áfram. En hins vegar er eins með þessar breytingar eins og allar að það tekur tíma og það eru mismunandi notkunarmynstur, þannig það er ekki eins og kortin muni hverfa á morgun en þau munu gera það með tímanum,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri þvertekur fyrir að öryggi í greiðslum skerðist með tækninni. „Við teljum þetta vera öruggara en kort. Ef þú týnir kortinu þínu þarf einhver bara að vita Pin-númerið og í sumum tilfellum ertu með snertilaust kort þar sem það þarf ekki einu sinni Pin. Í þessu tilfelli þarftu að geta opnað símann, þú þarft að geta opnað appið, annaðhvort með öðru pin númeri eða þínu fingrafari. Þannig það er tvöfalt öryggi í þessu en einfalt öryggi í öðru að okkar mati.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni. Til þess að nota þjónustuna hleður notandinn greiðslukortum sínum inn í sérstakt forrit þar sem það vistast með öllum tilheyrandi upplýsingum. Þegar kemur að því að greiða þarf svo einfaldlega að skanna QR kóða við afgreiðsluborðið og samþykkja greiðslu. Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur nú innleitt slíka þjónustu í smáforrit, sem er þó opið öllum farsímanotendum, og eru fjölmargir söluaðilar á landinu þegar farnir að taka við snjallsímagreiðslum. Forstjóri Símans segir senn koma að því að enginn þurfi að ganga um með greiðslukort. „Fólk tekur mjög hratt eftir því ef það týnir símanum sínum en það er hins vegar miklu lengur að finna það út ef það týnir korti. Þannig að þeir sem byrja að nota þetta verða mjög ginnkeyptir fyrir því að gera það áfram. En hins vegar er eins með þessar breytingar eins og allar að það tekur tíma og það eru mismunandi notkunarmynstur, þannig það er ekki eins og kortin muni hverfa á morgun en þau munu gera það með tímanum,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri þvertekur fyrir að öryggi í greiðslum skerðist með tækninni. „Við teljum þetta vera öruggara en kort. Ef þú týnir kortinu þínu þarf einhver bara að vita Pin-númerið og í sumum tilfellum ertu með snertilaust kort þar sem það þarf ekki einu sinni Pin. Í þessu tilfelli þarftu að geta opnað símann, þú þarft að geta opnað appið, annaðhvort með öðru pin númeri eða þínu fingrafari. Þannig það er tvöfalt öryggi í þessu en einfalt öryggi í öðru að okkar mati.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira