Kominn úr frystikistunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 06:30 Óvænta hetjan Oumar Niasse fagnar sigurmarki sínu gegn Bournemouth. Senegalinn skoraði bæði mörk Everton í leiknum. vísir/getty Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang. Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang.
Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn