Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2017 19:59 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00