Væringar í Washington Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Sean Spicer hefur sagt af sér. Nordicphotos/AFP Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira