Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. júlí 2017 19:00 Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. Ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til.Greint var frá hugmyndum Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar sagði Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, að með meira millilandaflugi í gegnum Reykjavíkurflugvöll væri hægt að létta á álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra líst ágætlega á þessar hugmyndir og segist tilbúinn til að láta á þær reyna. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London.“ Hann segir að þrátt fyrir að unnið sé að stækkun Keflavíkurflugvallar þurfi meira til, og að bregðast þurfi við því ástandi sem þar ríki. Reykjavíkurflugvöllur sé fullfær um að taka á móti frekari flugumferð. Þá segir hann þessar hugmyndir ekki þurfa að breyta áformum um lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Það þarf að ná betur um hlutina þarna suður frá og það er allt saman í vinnu. Það má segja að Isavia hafi verið að berjast nánast við hamfarir á hverju ári þar sem aukningin hefur verið svona langt umfram það sem áætlað er,“ segir Jón. „Það er ekkert sem bendir til annars en að álagið muni halda áfram og þessar hugmyndir sem eru reyndar unnar af hálfu einkaaðila, varðandi mögulegar lestarsamgöngur milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur eru alveg óháðar þessu.“ Tengdar fréttir Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. Ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til.Greint var frá hugmyndum Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar sagði Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, að með meira millilandaflugi í gegnum Reykjavíkurflugvöll væri hægt að létta á álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra líst ágætlega á þessar hugmyndir og segist tilbúinn til að láta á þær reyna. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London.“ Hann segir að þrátt fyrir að unnið sé að stækkun Keflavíkurflugvallar þurfi meira til, og að bregðast þurfi við því ástandi sem þar ríki. Reykjavíkurflugvöllur sé fullfær um að taka á móti frekari flugumferð. Þá segir hann þessar hugmyndir ekki þurfa að breyta áformum um lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Það þarf að ná betur um hlutina þarna suður frá og það er allt saman í vinnu. Það má segja að Isavia hafi verið að berjast nánast við hamfarir á hverju ári þar sem aukningin hefur verið svona langt umfram það sem áætlað er,“ segir Jón. „Það er ekkert sem bendir til annars en að álagið muni halda áfram og þessar hugmyndir sem eru reyndar unnar af hálfu einkaaðila, varðandi mögulegar lestarsamgöngur milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur eru alveg óháðar þessu.“
Tengdar fréttir Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30