39 manns féllu í aðgerðum pakistanskra öryggisyfirvalda víðs vegar um landið í gær og í nótt í kjölfar sjálfsvígssprengjuárásar við bænahús Súfista í bænum Sehwan í gær. Áttatíu manns fórust í árásinni og um 250 særðust.
Í frétt AP segir að 47 manns hafi jafnframt verið handteknir í aðgerðum lögreglu.
Fjölmargir voru drepnir í aðgerðum í Sindh-héraði þar sem árásin átti sér stað og þá féllu margir til viðbótar í aðgerðum í norðvesturhluta landsins,
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en árásum samtakanna í Pakistan hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum.
Útfarir fórnarlamba árásarinnar fara fram í dag.
Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina í gær og hét því að hafa uppi á þeim sem ábyrgð bæru á henni.
39 drepnir í aðgerðum pakistanskra yfirvalda

Tengdar fréttir

ISIS felldi sjötíu í Pakistan
Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði.

Þrjátíu fórust í sprengjuárás í Pakistan
Maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í fjölmenni fyrir utan heldidóm Súfista í suðurhluta Pakistans í dag.