Erlent

Þrjátíu fórust í sprengjuárás í Pakistan

atli ísleifsson skrifar
Árásum á svæðinu hefur fjölgað mikið að undanförnu.
Árásum á svæðinu hefur fjölgað mikið að undanförnu. Vísir/AFP
Þrjátíu manns hið minnsta eru látnir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í fjölmenni fyrir utan heldidóm Súfista í suðurhluta Pakistans í dag. CNN greinir frá þessu.

Um hundrað manns eiga jafnframt að hafa særst í árásinni, en árásum á svæðinu hefur fjölgað mikið að undanförnu.

Árásin átti sér stað í borginni Sehwan í Sind-héraði.

Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hefur fordæmt árásina sem beindist að Súfistum, trúarlegum minnihlutahópi í landinu.

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en herskáir íslamistar á svæðinu hafa áður beint árásum sínum að þeim sem ekki deila strangri túlkun þeirra á súnní-íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×