Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2017 14:45 Konan átti bókað flug til Brasilíu 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Vísir/Valli Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað. Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað.
Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54