Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2017 14:45 Konan átti bókað flug til Brasilíu 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Vísir/Valli Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað. Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Brasilísk kona, sem úrskurðuð var í farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán, telur föðurinn hafa farið á svig við dómsátt í forsjárdeilu þeirra. Þetta hefur Vísir eftir lögmanni konunnar, Sigurði Frey Sigurðssyni. Móðirin og faðir barnsins skildu árið 2012 og fór í hönd forsjárdeila. Henni lauk með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir.Segist ekki hindra samskipti Faðirinn hafi hins vegar ekki flutt lögheimili barnsins til konunnar að tveimur árum liðnum eins og til stóð. Þar telur konan barnsföður sinn hafa brotið gegn sér. Snýr deila þeirra að lögheimili barnsins og er forsjárdeila þeirra fyrir dómi. Faðirinn hefur forsjá barnsins til bráðabirgða samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir rúmri viku. Konan fór af landi brott með manni sínum, barni þeirra og barninu sem deilan snýst um í mars í fyrra. Hún hefur neitað að flytja aftur með barnið til Íslands fyrr en faðirinn flytji lögheimili barnsins á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsátt í forsjárdeilunni kvað á um. Þá sé rangt, sem lesa megi úr greinargerð lögreglu, að samskipti við föður hafi verið hindruð eða því haldið leyndu hvar þau væru. Þvert á móti sé íslenska fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið sé búsett í Brasilíu og samskipti við barnið fari reglulega fram í gegnum Skype. Átti pantað flug til Íslands 6. janúar Konan mun hafa verið með annan fótinn á Íslandi undanfarið ár vegna vinnu sinnar. Til stóð að móðirin færi aftur úr landi þann 18. desember en héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á kröfu lögreglunnar um að konan sé undir rökstuddum grun um brot á þeirri grein laganna sem snýr að barnaráni. Hún mun því sæta farbanni til 29. desember. Móðirin hafði hugsað sér að vera í Brasilíu með fjölskyldu sinni. Átti hún pantað flug utan 18. desember og aftur til Íslands 6. janúar. Þá segist hún hafa boðið föðurnum í heimsókn til Brasilíu á hennar kostnað.
Tengdar fréttir Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54