Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 10:54 Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar og segir í úrskurði héraðsdóms að umgengni móðurinnar við barnið hafi verið vika og vika. Þá sé barnið með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Í úrskurði héraðsdóms segir að á tímabilinu 13. til 19. mars síðastliðinn hafi móðirin haft umgengni síðast við barni ásamt núverandi sambýlismanni. Þau þrjú hafi farið til heimalands konunnar, án vitundar og samþykkis föðurins og barnið sé þar enn. Móðirin hafi svo snúið til Íslands til að vinna skömmu eftir að þau fóru út og er skráð til heimilis hér á landi.Ætlar ekki að koma til landsins með barnið nema dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár „Faðir barnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúi aftur heim en því hafi kærða neitað og hafi hún jafnframt hindrað föður í að hafa samskipti við barnið. Þá hafi kærða sagst ekki muna koma með barnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt, og væri hjá fjölskyldu kærðu þar í landi en hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Faðir barnsins hafi lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins þann 4. apríl sl. um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haagsamningsins. Beiðnin hafi verið send [...] yfirvöldum og mun málið nú vera komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þann 8. september sl. hafi faðirinn krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og þann 28. nóvember sl. hafi fallið úrskurður þess efnis, sbr. mál E-[...]/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og kvaðst hún ætla að fara til [...] þann 18. desember nk. Þá kvaðst hún ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómstólar fallast á það að móðirin sé undir rökstuddum grun um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga og þá má ætla, miðað við það sem fram kom hjá móðurinni er lögreglan tók af henni skýrslu, að hún muni reyna að komast úr landi eða leynast. Var því fallist á kröfu lögreglunnar um að hún skuli sæta farbanni en dóm Hæstaréttar og úrskurð héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira