Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 17:49 Sally Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í tíð Obama. Hún var starfandi dómsmálaráðherra til skamms tíma eftir að Trump tók við. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bæri vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar tengsl forsetans og samstarfsmanna hans við Rússland.Washington Post greindi frá því í dag að ríkisstjórn Trump hafi reynt að koma í veg fyrir að Sally Yates, sem var skipuð aðstoðardómsmálaráðherra af Barack Obama en Trump rak sem starfandi dómsmálaráðherra þegar hún neitaði að verja ferðabann hans, bæri vitni fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin rannsakar tengsl rússneskra embættismanna við forsetaframboð Trump. Blaðið byggir þetta á skjölum sem blaðamenn þess fengu aðgang að. Stjórn Trump telur að stór hluti þess sem Yates gæti borið vitni um megi hún ekki ræða vegna þagnarskyldu. Yates átti að bera vitni fyrir nefndinni í þessari viku en formaður hennar aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum skyndilega.Demókratar vilja nefndarformaninn fráYates átti stóran þátt í rannsókninni sem beindist að Michael Flynn og samskiptum hans við rússneska sendiherrann. Flynn sagði af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump þegar hann varð uppvís að því að segja ósatt um samskiptin. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, hafnaði því alfarið að reynt hafi verið að stöðva vitnisburð Yates á blaðamannafundi í dag. „Að gefa í skyn á einhvern hátt að við höfum staðið í vegi fyrir því er hundrað prósent rangt,“ fullyrti Spicer. Washington Post brást við fullyrðingu Spicer með því að birta skjölin sem frétt blaðsins byggðist á. Rannsókn þingnefndarinnar er í uppnámi eftir að formaður hennar, repúblikaninn Devin Nunes, fór á fund Trump til að greina honum frá rannsókninni án þess að vera búinn að upplýsa aðra nefndarmenn áður. Fulltrúar Demókrataflokksins krefjast nú afsagnar Nunes en hann starfaði fyrir teymið sem hafði yfirsjón með valdatöku Trump, samkvæmt frétt New York Times.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst 1. febrúar 2017 07:00
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40