Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Donald Trump á fundi með fulltrúum lyfja- og líftæknifyrirtækja í Washington í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira