Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 21:04 Hafísinn á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni þrátt fyrir að gróðurhúsalofttegundir yllu hlýnun á jörðinni. Vísir/EPA Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Brennisteinsagnir frá bruna jarðefnaeldsneytis eru taldar orsök þess að hafís á norðurskautinu óx upp úr miðri öldinni á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir vermdu jörðina. Ný rannsókn bendir til þess að þannig hafi loftmengun falið áhrif hlýnunar á norðurhjara veraldar. Þó að beinar mælingar á hafísnum á norðurskautinu með gervihnöttum hafi ekki hafist fyrr en árið 1979 eru einhver eldri gögn til um ísinn. Þessi eldri gögn, ásamt nýlegum tölvulíkönum, benda til þess að hafísinn hafi vaxið frá því um 1950 til 1975, samkvæmt frétt sem birtist á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Ný greining á gögnunum hefur leitt vísindamenn að þeirri ályktun að loftmengun hafi valdið því að hafísinn óx á þessu tímabili.Loftmengunin meiri áður en lög voru settÝmsar agnir í andrúmsloftinu endurvarpa sólargeislum út í geim og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Vísindamennirnir telja að brennisteinsagnir sem losnuðu frá bruna á jarðefnaeldsneyti hafi falið hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Kólnunaráhrif frá auknu magni rykagna faldi hlýnunaráhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda og meira til,“ segir John Fyfe, vísindamaður við Umhverfis- og loftslagsbreytingar Kanada sem er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í Geophysical Research Letters. Styrkur þessara brennisteinsagna í lofthjúpnum var sérstaklega mikill á tímabilinu 1950 til 1975 áður en umhverfisverndarlög voru sett á 8. áratugnum sem takmörkuðu losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Tölvulíkan sem vísindamennirnir notuðu við rannsóknina sýndi að brennisteinsagnirnar hefðu valdið kólnun á norðurskautinu og hafísinn vaxið. Agnirnar eru skammlífar í andrúmsloftinu. Kólnunaráhrif þeirra fjöruðu því út eftir 1980 þegar reglugerðir og lög gegn loftmengun voru farin að bíta á losun efnanna. Hafísinn á norðurskautinu hefur síðan skroppið gríðarlega saman.Washington Post sagði frá því nýlega að hámarksútbreiðsla hafíssinn að vetri hafi verið sú minnsta frá því að mælingar hófust í vetur.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira