Verjandi skipverjans sem var sleppt segir koma til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 00:00 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf. Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf.
Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49