Verjandi skipverjans sem var sleppt segir koma til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2017 00:00 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf. Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Lögmaður grænlenska skipverjans sem látinn var laus á fimmtudaginn eftir að setið í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttir segir að vel komi til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu vegna málsins. Það sé þó ótímabært að skoða það að svo stöddu. Í gær sagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 að lögmaður mannsins hlyti að íhuga skaðabótamál á hendur ríkisins vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. „Það kemur vel til greina. Ég tel að það sé þó ekki tímabært að vera að alvarlega að spá í það akkúrat núna en það verður að sjálfsögðu gert að máli loknu,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi, aðspurður um hvort að slíkt kæmi til greina. Það velti þó á því hvað skjólstæðingurinn hans vilji gera þegar málinu lýkur. Maðurinn, sem látinn var laus úr haldi á fimmtudaginn og fór úr landi til Grænlands sama dag, er frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Áður en hann var látinn laus úr haldi var hann leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. Unnsteinn hefur gagnrýnt það að hann sé með réttarstöðu grunaðs manns og telir eðlilegra að hann fái stöðu vitnis í málinu. „Það er verulega skrýtið, kannski í ljósi þess að hann er kominn heim til sín. Það er auðvitað fjöldi manns með stöðu sakbornings hér á landi sem ganga lausir með mál í rannsókn. Það er út af fyrir sig ekki sérstakt en í þessu máli finnst mér það öfugsnúið,“ segir Unnsteinn.Maðurinn var handtekinn, ásamt skipverja sínum, um borð í Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkMun leita sér aðstoðar sálfræðings Hann segir að maðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til þess að snúa aftur til Íslands verði óskað eftir því og að hann hafi lagt sig fram um að upplýsa lögreglu um málsatvik eftir fremsta megni. Unnsteinn segir að manninum hafi verið vel tekið í Grænlandi og sé ánægður með að vera kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Hann muni leita sér aðstoðar sálfræðings eftir að hafa dvalið tvær vikur í einangrun. Þá hafi Polar Seafood, vinnuveitandi mannsins, reynst honum vel. „Þeir sýndu honum fullan stuðning og bjóða hann aftur til starfa þegar næsti túr er hjá honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir ánægðir með að fá hann,“ segir Unnsteinn. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir hinum skipverjanum á fimmtudaginn um tvær vikur. Er hann sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio bílnum í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem Birna hvarf.
Tengdar fréttir Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Kokkur Polar Nanoq tjáir sig um hið örlagaríka kvöld þegar skipinu var snúið við til Íslands Niels nefnir að hann og samstarfsfélagar hans hafi talið að um bilun í vélarrými skipsins væri að ræða. Alvarleiki málsins hafi svo runnið upp fyrir þeim þegar lögreglan tók yfir skipið. 4. febrúar 2017 14:50
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Annar hinna grunuðu í máli Birnu Brjánsdóttur er farinn úr landi. Lögreglan hefur þó heimild til að krefjast þess að sakborningar séu framseldir. 2. febrúar 2017 20:49