Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 09:00 Claude Makélélé og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Samsett/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með hvernig Paul Clement, nýr knattspyrnustjóri Swansea City, hefur komið inn hjá félaginu. Gylfi hefur skoraði sigurmarkið í tveimur síðustu leikjum liðsins og Swansea er komið upp úr fallsæti. „Hann hefur komið með sínar áherslur og það hefur gengið eftir. Því fylgir mikið sjálfstraust og þetta helst allt í hendur. En það hafa ekki verið neitt gríðarlega stórar breytingar. Hann hefur fínpússað lítil atriði,“ sagði Gylfi í samtali við íþróttdeild 365 og bætir svo við: „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig," segir Gylfi. Swansea fékk nokkra leikmenn í janúarglugganum og þá styrkti Clement líka þjálfarateymið. Meðal þeirra sem hann fékk sér til aðstoðar er Claude Makélélé, fyrrum leikmaður Real Madrid, Chelsea og fleiri liða. „Hann var aðeins til hliðar fyrstu vikuna og var að fylgjast með hópnum. En núna er hann farinn að ræða við menn undir fjögur augu og er að komast meira inn í þetta,“ sagði Gylfi um nýja aðstoðarþjálfarann. Claude Makélélé lék fimm ár með Chelsea á árunum 2003 til 2008 eftir að hafa komið þangað frá spænska stórliðinu Real Madrid. Makélélé, sem lék 71 landsleik fyrir Frakka á sínum ferli, endaði ferilinn síðan hjá Paris Saint-Germain 2011. Makélélé varð tvisvar sinnum enskur meistari, tvisvar sinnum spænskur meistari og einu sinni franskur meistari. Hann var í silfurliði Frakka á HM í Þýskalandi 2006. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með hvernig Paul Clement, nýr knattspyrnustjóri Swansea City, hefur komið inn hjá félaginu. Gylfi hefur skoraði sigurmarkið í tveimur síðustu leikjum liðsins og Swansea er komið upp úr fallsæti. „Hann hefur komið með sínar áherslur og það hefur gengið eftir. Því fylgir mikið sjálfstraust og þetta helst allt í hendur. En það hafa ekki verið neitt gríðarlega stórar breytingar. Hann hefur fínpússað lítil atriði,“ sagði Gylfi í samtali við íþróttdeild 365 og bætir svo við: „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig," segir Gylfi. Swansea fékk nokkra leikmenn í janúarglugganum og þá styrkti Clement líka þjálfarateymið. Meðal þeirra sem hann fékk sér til aðstoðar er Claude Makélélé, fyrrum leikmaður Real Madrid, Chelsea og fleiri liða. „Hann var aðeins til hliðar fyrstu vikuna og var að fylgjast með hópnum. En núna er hann farinn að ræða við menn undir fjögur augu og er að komast meira inn í þetta,“ sagði Gylfi um nýja aðstoðarþjálfarann. Claude Makélélé lék fimm ár með Chelsea á árunum 2003 til 2008 eftir að hafa komið þangað frá spænska stórliðinu Real Madrid. Makélélé, sem lék 71 landsleik fyrir Frakka á sínum ferli, endaði ferilinn síðan hjá Paris Saint-Germain 2011. Makélélé varð tvisvar sinnum enskur meistari, tvisvar sinnum spænskur meistari og einu sinni franskur meistari. Hann var í silfurliði Frakka á HM í Þýskalandi 2006.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24
Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00
Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00
Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea. 4. febrúar 2017 08:00