Trump og Schwarzenegger í hár saman vegna The Apprentice Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 19:47 Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Vísir/Getty Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, skutu fast á hvorn annan á Twitter í dag vegna minnkandi áhorfs á þáttinn Celebrity Apprentice. Schwarzenegger tók við umsjón þáttarins eftir að Trump ákvað að snúa sér alfarið að pólitískum ferli sínum og fór fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð í loftið síðastliðinn mánudag. Alls minnkaði áhorf á fyrsta þáttinn um 44 prósent frá frumsýningu fyrsta þáttar árið 2015 þegar Trump hafði umsjón með þáttunum. Trump þótti ekki mikið til koma og tók til Twitter til að viðra skoðun sína. Hann sagði að Schwarzenegger hefði verið „kaffærður“ og talaði um sjálfan sig í þriðju persónu sem „áhorfs vélina DJT.“ Hann spurði jafnframt hverjum væri ekki sama um Schwarzenegger, sem hafi stutt framboð Hillary Clinton til forseta. Schwarzenegger var ekki lengi að svara fyrir sig. Hann óskaði Trump alls hins besta í nýja starfinu og sagðist vona að hann myndi vinna jafn ötullega í þágu allra Bandaríkjamanna eins og hann vann fyrir sjónvarpsáhorfi. Þá setti hann einnig inn myndband þar sem hann vitnaði í ræðu Abraham Lincoln. Wow, the ratings are in and Arnold Schwarzenegger got "swamped" (or destroyed) by comparison to the ratings machine, DJT. So much for....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 I wish you the best of luck and I hope you'll work for ALL of the American people as aggressively as you worked for your ratings.— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017 Please study this quote from Lincoln's inaugural, @realDonaldTrump. It inspired me every day I was Governor, and I hope it inspires you. pic.twitter.com/QRoOFTZfQ9— Arnold (@Schwarzenegger) January 6, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila