Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð: Frábær stemning á Brekkusöng í Herjólfsdal Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 11:15 Ljósmyndari 365 Miðla segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira