Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð: Frábær stemning á Brekkusöng í Herjólfsdal Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 11:15 Ljósmyndari 365 Miðla segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira