Erdogan sýnir klærnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2017 08:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, flytur ræðu um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á fundi í Frakklandi á sunnudag. vísir/epa Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“