Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 19:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira