Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. Vísir/Eyþór „Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“ Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
„Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47