Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. Vísir/Eyþór „Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“ Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
„Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að forseti neiti að undirrita stjórnarathöfn. Ef hann neitar að undirrita stjórnarathöfn að tillögu ráðherra þá getur hún ekki tekið gildi,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Ríflega 4.200 manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands og hvatt hann til að synja samþykkt Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Samþykktin hefur vakið gagnrýni, m.a. vegna vísbendinga um að lög verið brotin í ferlinu. „Það er grundvallarmunur á hvort forseti neitar að undirrita lög eða neitar að undirrita skipun embættismanna því stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forseti geti neitað að undirrita lög. Ef forseti neitar að undirrita lög þá taka þau strax gildi og síðan þarf að setja þau í þjóðaratkvæði svo þjóðin eigi lokaorðið. En þegar ráðherra leggur fyrir forseta tillögur til undirritunar, eins og milliríkjasamninga eða tillögu um þingrof, er gert ráð fyrir að forseti samþykki slíkt og undirriti. Það er hins vegar ljóst að ákvörðun getur ekki tekið gildi nema báðir undirriti, ráðherra og forseti.“ Björg vísar til 19. greinar stjórnarskrár: „Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Eitt fordæmi er fyrir því að forseti neiti að undirrita slíkan gjörning ráðherra með rökstuddri yfirlýsingu, en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði að rita undir þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl 2016.Björg Thorarensen lagaprófessor Fréttablaðið/ValliJón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greindi frá því á laugardag eftir samtal við forseta að sá síðarnefndi hygðist taka sér tíma og fara vel yfir málið. Björg segir engin tímamörk hvíla á forsetanum. „Það er hvergi gert ráð fyrir frestum sem forseti hefur, ekki frekar en í öðrum stjórnarathöfnum sem hann undirritar, enda gert ráð fyrir að hann undirriti þær.“ Krafan á forsetann nú snýst m.a. um að vegna yfirvofandi dómsmála beri Guðna að synja tillögunni staðfestingar. „Það væri í hæsta máta óvenjulegt og í mínum huga ósennilegt. Ég held að honum stæði nær að búast við að dómstólar leysi úr slíku.“
Forseti Íslands Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista "Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ 7. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. 3. júní 2017 14:47