Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2017 21:00 Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal. Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. Danska ríkisstjórnin er sögð með þessu vilja koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast vel við dönsku herskipin sem koma oft við í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur bækistöð þeirra á Grænlandi verið í Nuuk. Þar eru höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi og kallast Arktisk Kommando og þar eru að jafnaði um 50 hermenn staðsettir.Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru nú í þessari byggingu við höfnina í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áður var bækistöð dönsku herskipanna í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi, í Grønnedal. Bandaríski herinn byggði þar flotastöð í seinna stríði sem danski herinn tók síðan við og rak til ársins 2012. Þá var rekstri hennar hætt í sparnaðarskyni og húseignirnar boðnar til sölu en grænlensk stjórnvöld voru áhugasöm um að fá þangað erlenda fjárfesta. Lengi vel virtist enginn hafa áhuga á stöðinni en svo kom loks áhugasamur kaupandi; kínverskt námafyrirtæki. Grænlenskir og danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að kínversku fjárfestarnir hafi verið við það að eignast stöðina þegar danska ríkisstjórnin skipti óvænt um skoðun og tilkynnti að herinn myndi hefja starfsemi þar að nýju.Gamla flotastöðin í Grønnedal. Kínverskt fyrirtæki vildi eignast húseignirnar.Mynd/Jan Kronsell.Einhverjir myndu tengja ákvörðun um að opna gömlu flotastöðina á ný við aukið hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða. Það gæti verið hin undirliggjandi ástæða því danskir fjölmiðlar fullyrða að eini tilgangur danskra stjórnvalda sé að koma í veg fyrir að Kínverjar eignist stöðina, þau vilji fyrir alla muni halda Kínverjum frá því að ná fótfestu á Grænlandi. Norræn útgáfa varnarmálaritsins Defence Watch segist hafa öruggar heimildir fyrir því að það hafi fyrst og fremst verið ótti við að stöðin kæmist í kínverskar hendur sem varð til þess að danski forsætisráðherrann, Lars Løkke Rasmussen, ræddi leynilega við forystumenn annarra flokka um málið og fékk þannig breiða samstöðu um fjárveitingar til að hefja rekstur flotastöðvarinnar í Grønnedal á ný.Danskt herskip við bryggju í herstöðinni í Grønnedal.
Tengdar fréttir Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54 Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30 Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Áhugi kínverska auðjöfursins vekur alheimsathygli Fréttir af mögulegum fjárfestingum kínverska auðjöfursins Huang Nubo á Íslandi hafa farið eins og eldur í sinu um allan heim. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Nubo, sem er félagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar þýðanda hafi áhuga á því að fjárfesta fyrir marga milljarða í íslenskri ferðaþjónustu og kaupa stórt land á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttirnar kvisuðust út og í gær var fjallað um málið í breska blaðinu Financial Times, á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og í morgun var fréttin á forsíðu fréttavefjar BBC. Financial Times vekur athygli á því að Nobo sé á lista Forbes yfir 170 ríkustu menn í Kína og eignir hans nemi um 890 milljónum dala. Það jafngildir um 100 milljörðum króna. Þar segir jafnframt að fyrirtæki hans eigi eignir víðsvegar um Kína og annarsstaðar í heiminum. 30. ágúst 2011 14:54
Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Hátt í 400 milljóna króna fjárfesting greidd með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. 12. júlí 2016 20:30
Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. 14. febrúar 2016 20:15
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15