Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2016 20:15 Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið. Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið.
Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15