Enski boltinn

Deeney dæmdur í þriggja leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Deeney er hér að tuska Joe Allen til. Ójafn leikur.
Deeney er hér að tuska Joe Allen til. Ójafn leikur. vísir/getty
Troy Deeney, fyrirliði Watford, verður fjarri góðu gamni í næstu þremur leikjum síns liðs eftir að hafa verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að taka hraustlega á Joe Allen, leikmanni Stoke.

Það sauð upp úr í leiknum er Deeney gaf boltann fyrir í leiknum í stað þess að láta Stoke fá hann enda hafði Stoke sparkað boltanum af velli þar sem leikmaður lá meiddur á vellinum.

Deeney tók Allen meðal annars hálstaki og gekk allt of langt. Hann fékk aðeins gult spjald á vellinum en aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók málið fyrir og henti honum í bann.

Deeney sættir sig við bannið og mun ekki áfrýja. Hann mun missa af leikjum gegn Everton, West Ham og Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×