Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 19:19 Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Vísir/Getty Breskar stúlkur allt niður í níu ár að aldri sækjast eftir að fara í lýtaaðgerðir á skapabörmum vegna óánægju með útlit þeirra.Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þar er rætt við Dr. Naomi Crouch, kvensjúkdómalækni sem sérhæfir sig í þjónustu við unglingsstúlkur, segist hafa áhyggjur af því að heimilislæknar vísi ungum stúlkum, sem vilji slíka aðgerð, til lýtalækna. Aðgerðin lýsir sér þannig að skapabarmarnir eru styttir eða endurmótaðir. Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Á árunum 2015 og 2016 gengust 200 stúlkur undir átján ára aldri undir slíka aðgerð í Bretlandi. Þar af höfðu rúmlega 150 þeirra ekki náð 15 ára aldri. Grouch segist aldrei á sínum ferli séð stúlku sem þyrfti á slíkri aðgerð að halda, en að margar stúlkur sem leiti til hennar lýsi yfir áhyggjum af útliti kynfæra sinna. Hún segir að slíkar aðgerðir eigi einungis að vera framkvæmdar ef læknisfræðileg nauðsyn er til. „Ég á mjög erfitt með að trúa því að 150 stúkur séu með afbrigðilega skapabarma sem krefjist aðgerðar,“ segir Grouch.Kynfæri fólks misjöfn rétt eins og andlit Paquitea de Zulueta hefur starfað sem heimilislæknir í rúmlega 30 ár. Hún segir að það hafi færst í aukana að stúlkur í kringum 11-13 ára haldi að eitthvað sé að kynfærum þeirra. „Þær halda að innri barmarnir eigi að vera ósýnilegir, næstum eins og á Barbie dúkku, en staðreyndin er sú að þetta er misjafnt,“ segir de Zulueta. Hún telur að vandamálið megi rekja til óraunsærra útlitsstaðla sem birtist stúlkum í klámi og í gegnum samfélagsmiðla. „Það er ekki næg fræðsla en það ætti að byrja snemma að útskýra að þetta er alls konar. Alveg eins og við erum öll ólík í framan þá erum við öll ólík þarna niðri og það er allt í lagi.“ Samkvæmt NHS fá engar stúlkur undir 18 ára að fara í slíka aðgerð nema af læknisfræðilegum ástæðum. De Zulueta segir að stúlkur séu meðvitaðar um að þær þurfi að ýkja líkamleg einkenni til að fá að fara í slíka aðgerð. „Þær eru meðvitaðar um að þær eru líklegri til að fá að gangast undir aðgerð ef þær sgja að þetta hafi áhrif á kynlíf eða íþróttir.“ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Breskar stúlkur allt niður í níu ár að aldri sækjast eftir að fara í lýtaaðgerðir á skapabörmum vegna óánægju með útlit þeirra.Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þar er rætt við Dr. Naomi Crouch, kvensjúkdómalækni sem sérhæfir sig í þjónustu við unglingsstúlkur, segist hafa áhyggjur af því að heimilislæknar vísi ungum stúlkum, sem vilji slíka aðgerð, til lýtalækna. Aðgerðin lýsir sér þannig að skapabarmarnir eru styttir eða endurmótaðir. Breska heilbrigðisstofnunin, NHS, segir að slíkar aðgerðir eigi ekki að vera gerðar á stúlkum yngri en 18 ára. Á árunum 2015 og 2016 gengust 200 stúlkur undir átján ára aldri undir slíka aðgerð í Bretlandi. Þar af höfðu rúmlega 150 þeirra ekki náð 15 ára aldri. Grouch segist aldrei á sínum ferli séð stúlku sem þyrfti á slíkri aðgerð að halda, en að margar stúlkur sem leiti til hennar lýsi yfir áhyggjum af útliti kynfæra sinna. Hún segir að slíkar aðgerðir eigi einungis að vera framkvæmdar ef læknisfræðileg nauðsyn er til. „Ég á mjög erfitt með að trúa því að 150 stúkur séu með afbrigðilega skapabarma sem krefjist aðgerðar,“ segir Grouch.Kynfæri fólks misjöfn rétt eins og andlit Paquitea de Zulueta hefur starfað sem heimilislæknir í rúmlega 30 ár. Hún segir að það hafi færst í aukana að stúlkur í kringum 11-13 ára haldi að eitthvað sé að kynfærum þeirra. „Þær halda að innri barmarnir eigi að vera ósýnilegir, næstum eins og á Barbie dúkku, en staðreyndin er sú að þetta er misjafnt,“ segir de Zulueta. Hún telur að vandamálið megi rekja til óraunsærra útlitsstaðla sem birtist stúlkum í klámi og í gegnum samfélagsmiðla. „Það er ekki næg fræðsla en það ætti að byrja snemma að útskýra að þetta er alls konar. Alveg eins og við erum öll ólík í framan þá erum við öll ólík þarna niðri og það er allt í lagi.“ Samkvæmt NHS fá engar stúlkur undir 18 ára að fara í slíka aðgerð nema af læknisfræðilegum ástæðum. De Zulueta segir að stúlkur séu meðvitaðar um að þær þurfi að ýkja líkamleg einkenni til að fá að fara í slíka aðgerð. „Þær eru meðvitaðar um að þær eru líklegri til að fá að gangast undir aðgerð ef þær sgja að þetta hafi áhrif á kynlíf eða íþróttir.“
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira