Þetta vitum við um málið:
- Vitað er að níu manns hafa látið lífið í óveðrinu, en búist er við að tala látinna komi til með að hækka.
- Eyjan Barbúda er sögð „vart byggileg“ eftir að fellibylurinn gekk yfir. Talsmenn yfirvalda segja að eyjan Sankti Martin sé „eyðilögð“.
- Irma er fimmta stigs fellibylur og gengur nú í yfir norður af Dóminíska lýðveldinu.
- Reiknað er með að fellibylurinn gangi yfir svæði norður af Dóminíska lýðveldinu og Haítí í dag, Kúbu á morgun og gangi svo á land á Flórída á laugardag.