Irma veldur tjóni í Karíbahafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2017 06:00 Fimmta stigs fellibylurinn Irma sést hér á miðri mynd. Hægra megin má sjá hitabeltisstorminn Jose elta Irmu. vísir/epa Fimmta stigs fellibylurinn Irma eyðilagði í gær fjölda bygginga á frönskum eyjum í Karíbahafi. Mikil flóð fylgdu jafnframt ofsaveðrinu. Meðalvindhraði fellibylsins var í gær nærri 83 metrar á sekúndu. Irma er öflugasti Atlantshafsstormur undanfarins áratugar og skall bylurinn á Antígva og Barbúda í gærmorgun áður en hann stefndi til eyjanna Saint Martin og Saint Barthélemy, þaðan hélt Irma yfir Jómfrúaeyjar og meðfram norðurströnd Púertó Ríkó. Spár gera ráð fyrir að Irma fari meðfram norðurströnd Hispanjólu í dag. Minnst tveir létust, og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir, á eyjunum St. Bart og St. Martin, en þær tilheyra Frakklandi. Í yfirlýsingu frá frönskum stjórnvöldum kom einnig fram að fjögur sterkbyggðustu húsin á Saint Martin hefðu hrunið, allt rafmagn farið af, slökkviliðsstöðin væri óstarfhæf og þök hefðu fokið af húsum. Franska ríkisstjórnin sendi neyðarsveitir sínar til eyjanna til að aðstoða fólk í neyð. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, tilkynnti um það í gær að guð hefði vakað yfir íbúum á Antígva í gær. „Spár gerðu ráð fyrir gríðarlegum hamförum á Antígva, að innviðir myndu hrynja, fólk myndi deyja og miklu áfalli fyrir hagkerfið. Í birtingu sjáum við að þetta stóðst ekki. Enginn hefur látist á Antígvu, allir lifðu af. Jafnvel dýrin okkar stóðu af sér storminn,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kemur að Barbúda virðist sem svo að nokkur skaði hafi orðið á byggingum en ég hef ekkert heyrt af mannfalli. Það varð Barbúda til góðs að eyjarskeggjar voru vel undirbúnir, rétt eins og á Antígva,“ segir enn fremur í tilkynningu Brownes. Samkvæmt BBC er hins vegar óljóst hvert ástandið sé á Barbúda. „Við vitum eiginlega ekkert hvað er að gerast,“ sagði antígski blaðamaðurinn Gemma Handy við BBC. Eins og áður segir mun Irma að öllum líkindum fara með fram norðurströnd Hispanjólu í dag. Samkvæmt spá bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC mun miðja Irmu ganga yfir austurhluta Kúbu á föstudag og að öllum líkindum á land á suðurodda Flórída-ríkis Bandaríkjanna á sunnudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Flórída, Púertó Ríkó og á Bandarísku Jómfrúaeyjum vegna Irmu og var íbúum Key West, eyju við suðurodda Flórída, gert að yfirgefa hana snemma í gær. „Fylgist náið með fellibylnum. Liðið mitt, sem hefur unnið og er að vinna gott starf í Texas, er nú þegar komið til Flórída. Það er enginn tími fyrir hvíld!“ skrifaði forsetinn á Twitter í gær. Vísaði hann þar til þess að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og fór þaðan til Louisiana um mánaðamótin. Olli Harvey gríðarlegu tjóni og kostaði tugi mannslífa. Mögulega mun þriðji fellibylurinn hrella íbúa Norður-Ameríku á næstunni en hitabeltisstormurinn Jose fylgir fast á hæla Irmu. NHC spáir því að Jose muni breytast í fellibyl. Viðvaranir hafa ekki verið gefnar út vegna Jose en NHC hefur beint þeim tilmælum til íbúa Leeward-eyja að vera vel á varðbergi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma eyðilagði í gær fjölda bygginga á frönskum eyjum í Karíbahafi. Mikil flóð fylgdu jafnframt ofsaveðrinu. Meðalvindhraði fellibylsins var í gær nærri 83 metrar á sekúndu. Irma er öflugasti Atlantshafsstormur undanfarins áratugar og skall bylurinn á Antígva og Barbúda í gærmorgun áður en hann stefndi til eyjanna Saint Martin og Saint Barthélemy, þaðan hélt Irma yfir Jómfrúaeyjar og meðfram norðurströnd Púertó Ríkó. Spár gera ráð fyrir að Irma fari meðfram norðurströnd Hispanjólu í dag. Minnst tveir létust, og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir, á eyjunum St. Bart og St. Martin, en þær tilheyra Frakklandi. Í yfirlýsingu frá frönskum stjórnvöldum kom einnig fram að fjögur sterkbyggðustu húsin á Saint Martin hefðu hrunið, allt rafmagn farið af, slökkviliðsstöðin væri óstarfhæf og þök hefðu fokið af húsum. Franska ríkisstjórnin sendi neyðarsveitir sínar til eyjanna til að aðstoða fólk í neyð. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, tilkynnti um það í gær að guð hefði vakað yfir íbúum á Antígva í gær. „Spár gerðu ráð fyrir gríðarlegum hamförum á Antígva, að innviðir myndu hrynja, fólk myndi deyja og miklu áfalli fyrir hagkerfið. Í birtingu sjáum við að þetta stóðst ekki. Enginn hefur látist á Antígvu, allir lifðu af. Jafnvel dýrin okkar stóðu af sér storminn,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kemur að Barbúda virðist sem svo að nokkur skaði hafi orðið á byggingum en ég hef ekkert heyrt af mannfalli. Það varð Barbúda til góðs að eyjarskeggjar voru vel undirbúnir, rétt eins og á Antígva,“ segir enn fremur í tilkynningu Brownes. Samkvæmt BBC er hins vegar óljóst hvert ástandið sé á Barbúda. „Við vitum eiginlega ekkert hvað er að gerast,“ sagði antígski blaðamaðurinn Gemma Handy við BBC. Eins og áður segir mun Irma að öllum líkindum fara með fram norðurströnd Hispanjólu í dag. Samkvæmt spá bandarísku fellibyljastofnunarinnar NHC mun miðja Irmu ganga yfir austurhluta Kúbu á föstudag og að öllum líkindum á land á suðurodda Flórída-ríkis Bandaríkjanna á sunnudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Flórída, Púertó Ríkó og á Bandarísku Jómfrúaeyjum vegna Irmu og var íbúum Key West, eyju við suðurodda Flórída, gert að yfirgefa hana snemma í gær. „Fylgist náið með fellibylnum. Liðið mitt, sem hefur unnið og er að vinna gott starf í Texas, er nú þegar komið til Flórída. Það er enginn tími fyrir hvíld!“ skrifaði forsetinn á Twitter í gær. Vísaði hann þar til þess að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og fór þaðan til Louisiana um mánaðamótin. Olli Harvey gríðarlegu tjóni og kostaði tugi mannslífa. Mögulega mun þriðji fellibylurinn hrella íbúa Norður-Ameríku á næstunni en hitabeltisstormurinn Jose fylgir fast á hæla Irmu. NHC spáir því að Jose muni breytast í fellibyl. Viðvaranir hafa ekki verið gefnar út vegna Jose en NHC hefur beint þeim tilmælum til íbúa Leeward-eyja að vera vel á varðbergi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49