Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg, hrósar fjölmiðlum í hástert fyrir vinnubrögð þeirra í þann rúmlega mánuð sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur setið á valdastóli. AP fréttastofan greinir frá.
Donald Trump hefur verið harðvítugur í garð fjölmiðla á undanförnum vikum og sakað þá um að flytja svokallaðar „falskar fréttir.“ Þá vakti tíst forsetans um að fjölmiðlar væru óvinir bandarísku alþýðunnar númer eitt mikla athygli.
Ginsburg segir að hún sé dugleg að fylgjast með fjölmiðlum og segist hún lesa miðla líkt og Washington Post og New York Times á hverjum degi. Hún segir að það sé augljóst að „blaðamenn séu að reyna að segja almenningi sannleikann.“
Ginsburg er 83 ára gömul og er hún hluti af hinum frjálslynda væng réttarins. Hún segir að þrátt fyrir að nú séu uppi erfiðir tímar í Bandaríkjunum að þá hafi hún ekki misst vonina. Hún gagnrýndi Trump ekki með beinum hætti en sagði að nýleg mótmæli, sem farið hefði fram með friðsömum hætti, væru það sem gæfi henni hve mesta von.
„Þegar pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina, þá mun hann sveiflast aftur til baka. Hræðilegir hlutir hafa gerst í Bandaríkjunum en við getum einungis vonað að við lærum af því.“
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

