Sýrlensk flóttafjölskylda kemur sér vel fyrir á Selfossi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. janúar 2017 20:00 Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi. Flóttamenn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi.
Flóttamenn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira