Sýrlensk flóttafjölskylda kemur sér vel fyrir á Selfossi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. janúar 2017 20:00 Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi. Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi.
Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira